image2

Vertu snjall undir stýri!

Birt af Vefstjóri in Fréttir 20 Sep 2017

image2Slysavarnarfélagið Landsbjörg ásamt samstarfsfyrirtækjum hafa byrjað með verkefni sem kallast ,,Vertu snjall undir stýri”. Markmið verkefnisins er að vekja bílstjóra til umhugsunar um þá ábyrgð sem fylgir því að vera út í umferðinni og stuðla að hugarfarsbreytingu hjá landsmönnum hvað varðar farsímanotkun undir stýri.

Fyrirtækin hafa merkt bifreiðar sínar með slagorði verkefnisins og miðla því boðorðinu út til annarra ökumanna í umferðinni.

Þann 19. september komu fulltrúar samstarfsfyrirtækja saman ásamt fulltrúum frá Landsbjörgu til þess að skrifa undir yfirlýsingu um samfélagslega ábyrgð um verkefnið. Þór Þorsteinsson varaformaður Landsbjargar ávarpaði gesti og merktir bílar samstarfsfyrirtækjanna voru á staðnum.

Guðmundur Tyrfingsson er hluti af þessu verkefni og hefur nú þegar merkt bíla sína með slagorðinu.

Vertu Snjall Undirritun_SOS2513