Jólaljósin komin upp

Birt af Vefstjóri in Fréttir 29 Nov 2017

70Starfsmenn Guðmundar Tyrfingssonar unnu að því fyrir helgi að setja upp jólaljós í höfuðstöðvum okkar á Selfossi. Glöggir kunna að hafa tekið eftir því að  Dodge Weapon er skreyttur með jólaljósum.

Guðmundur Tyrfingsson hóf starfsemi sína með Dodge Weapon árg. 1952, sem var keyptur sem sjúkrabíll frá Varnarliðinu, Guðmundur endurbyggði bílinn og hóf að nota hann í hópferða- og skólaakstur.

Í upphafi byrjaði hann með hópferðir og voru fjallaferðir í miklu uppáhaldi. Í kjölfarið hóf hann skólaakstur fyrir Gaulverjabæjarhrepp. Weaponinn átti Guðmundur í tólf ár en þá var hann seldur. Fyrir fáum misserum komst bíllinn í okkar hendur aftur og prýðir hann nú höfuðstöðvar fyrirtækisins á Selfossi. Jafnframt er Weaponinn skreyttur með jólaljósum ár hvert.

Dodge Weapon stendur núna í jólaljósum fyrir utan höfuðstöðvar okkar hér á Selfossi. Undanfarin ár hefur Weapon sótt jólasveinana og komið þeim til byggða og verður engin undantekning á því í ár. Við hvetjum ykkur til að hafa augun opin þegar jólasveinarnir koma til byggða í desember.

 

Mynd2004