Framúrskarandi Fyrirtæki 2016

Birt af Vefstjóri in Fréttir 27 Jan 2017Það gleður okkur að hafa verið verðlaunuð enn á ný sem framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi.

Við höfum unnið að áreiðanleika, stöðugleika og persónulegri þjónustu síðan við hófum rekstur og því finnst okkur mjög ánægjulegt að fá þessa viðurkenningu fyrir vel unnin störf.

Meginmarkmið okkar er að vita af öryggi viðskiptavina og farþega sem nýta sér okkar þjónustu á ferð um landið.

Við höldum ótrauð áfram á þessari braut og leggjum okkur fram við að bæta okkur á öllum sviðum, ásamt því að þróa nýjar leiðir til þess að sækja enn frekar fram í ferðaþjónustu á Íslandi.

Af tæplega 35.000 skráðum fyrirtækjum á Íslandi uppfylla 624 skilyrði Creditinfo um styrk og stöðugleika.

Til þess að eiga kost á viðurkenningunni þurfa fyrirtækin að uppfylla strangt gæðamat byggt á…

faglegum kröfum og greiningu Creditinfo.

Skilyrðin eru:

• Hefur skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár

• Líkur á alvarlegum vanskilum þess eru minni en 0,5%

• Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú ár í röð

• Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú ár í röð

• Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð

• Eignir hafa numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð

• Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá

• Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo