Öryggisstefna

Starfsmenn Guðmundar Tyrfingssonar ehf. hafa mótað öryggisstefnu og sett sér markmið til að tryggja að öryggi og þægindi farþeganna sé ávallt í fyrirrúmi. Rútuflotinn er með þeim yngsta sem þekkist á landinu, markmið okkar í öryggismálum er að vera með góða og trausta bílstjóra, nýjustu bílana ásamt því að tryggja öryggi og þægindi eins og kostur er.

Bílstjórinn:
Það er ekki tilviljun að bílstjórinn sé fyrst talinn upp þegar öryggi er annars vegar. Öllu máli skiptir að hafa góða og trausta menn, sem geta tekið á hvaða aðstæðum sem er. Frá upphafi (1969) hefur fyrirtækið haft yfir einstaklega góðum starfskröftum að ráða sem tvímælalaust skýrir velgengni fyrirtækisins í gegnum árin. Við leggjum ríka áherslu á hæfni starfsfólks og áreiðanleika ásamt því að veita bestu starfsþjálfun sem við höfum tök á.

Fyrirbyggjandi viðhald:
Á verkstæði okkar starfa þaulvanir menn sem sjá um allt viðhald. Lagt er kapp á að viðhald sé fyrirbyggjandi og er haldin skrá yfir bílana til að hafa sem besta yfirsýn.

Bremsukerfi: 
ABS bremsukerfi er í nær öllum hópferðabílum fyrirtækisins en slíkt eykur öryggi til muna, sérstaklega í bleytu og hálku. Mikil áhersla er lögð á að bílarnir séu ávallt rétt útbúnir miðað við aðstæður til dæmis að hjólbarðar séu í samræmi við færð en yfir vetratímann eru þeir á negldum hjólbörðum eða vetrardekkjum.

Öryggisbelti:
Í öllum okkar hópferðabílum eru öryggisbelti í öllum sætum annað hvort tveggja eða þriggja punkta belti.

Öryggismál: 
Okkar markmið með þessari stefnu er að vinna markvisst að því að öryggi verði í hávegum haft og óhöpp eins fá og takmörkuð sem frekast er unnt. Á hverju ári er haldið öryggis- og umhverfisnámskeið fyrir bílstjóra þar sem farið er ítarlega í þessa málaflokka. Á öryggisnámskeiðinu er meðal annars fullgilt skyndihjálparnámskeið með fullgildum leiðbeinanda og farið er sérstaklega yfir öll öryggistæki sem tilheyra bílstjóra og farþegum. Námskeiðahaldið er fastur liður á hverju ári.